101derland & Les Fréres Stefson kynna:

 

SNÆLDA

Snælda er nýtt ókeypis námskeið fyrir ungar tónlistarkonur á aldrinum 16-20 ára þar sem þeim eru kennd helstu undirstöðuatriði við lagasmíðar og hvernig ber að vinna í hljóðveri.

Námskeiðið undirbýr þær fyrir tónlistarferil þeirra og fá þær aðstöðu í 101derland hljóðverinu þar sem þeim verður kennd undirstöðuatriði í Ableton live, helstu tækniatriði við hljóðupptökur eru kynnt, veitt aðstoð við tónlistarsköpun auk þess sem þær fá innsýn í tónlistarbransann frá faglegu sjónarhorni. Megin markmið námskeiðsins eru kennsla á sjálfstæðum vinnubrögðum við lagasmíðar sem mun án efa nýtast þeim við að koma sér á framfæri bæði hérlendis og erlendis.

Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson og Jófríður Ákadóttir (JFDR) eru aðal leiðbeinendur námskeiðsins, en verkefnastjórn er í höndum Valdísar Þorkelsdóttur.

Fyrsta námskeiðið var haldið í febrúar og mars 2019 í höfuðstöðvum 101derland að Hverfisgötu 105, en rúmlega 60 konur sóttu um en einungis 12 komust að.  Kennt var þrisvar sinnum í viku og stóð hver lota yfir í 3 klukkustundir.

Árangur fyrsta námskeiðsins fór fram úr öllum vonum og stendur nú til að halda framhaldsnámskeið fyrir sama hóp næsta haust.Styrktaraðilar Snældu:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Tónlistarsjóður

Reykjavíkurborg - Borgarsjóður

Landsbankinn - Samfélagssjóður

9E2A4CA2-AAD3-456D-BCC0-D327A737FA8D.JPG

Fyrsti hópur Snældu ásamt leiðbeinendum (á myndina vantar þó Loga Pedro).